NÆSTU SKREF

Nýtt upphaf

Þegar við frelsumst, snúum við okkur til Guðs og fylgjum hans áætlun fyrir líf okkar. VIð snúum frá okkar gamla líferni og förum til Jesú, biðjum hann um fyrirgefnu synda okkar og hann gefur okkur nýtt líf í honum. 

 

Rómverjabréfið 10:9 segir: „Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn, og trúir í hjarta þínu að Guð hafi upp vakið hann frá dauðum verður þú hólpinn.“

Hjálpræði er gjöf Guðs til okkar og við verðum börn hans. Það besta er, það er frítt!

 

Ef þú ert ekki viss um að þú sért á réttum stað með Guði geturðu ákveðið núna að fylgja honum með því að fara með bæn iðrunar. 

Elsku Jesús, ég bið þessarar bænar því að ég hef syndgað og gert ýmislegt rangt. Ég sé eftir því og treysti því að þú fyrirgefir mér. Ég tek á móti ást þinni og náð þinni til mín og bið að þú verðir minn Drottinn. Hjálpaðu mér að trúa á þig og elska þig alla daga og hjálpa mér að sýna heiminum hver þú ert og hve mikið þú elskar okkur. 

Í Jesú nafni, amen. 

Láttu okkur  vita ef þú hefur beðið þessarar bænar því við viljum bjóða þér á samkomu! 

Fíladelfía er fyrst og fremst kristin kirkja. Fíladelfía getur skrifað undir allar grunntrúarjátningar kristinnar kirkju í gegnum aldirnar og tekur mikinn þátt í samkirkjulegu starfi.  Það má segja að megináhersla okkar sé sú að trúin sé ekki innantómt form eða venja.

 

Við trúum á Guð sem heyrir bænir, við fylgjum Jesú sem huggar þá sem eru sorgbitnir, gefur þeim von sem skortir von og þeim tilgang sem eiga ef til vill allt en skortir þó það sem öllu máli skiptir. Við trúum á Heilagan anda, sem er vinur á trúargöngunni dag hvern og gefur okkur kraft til að takast á við áskoranir og vera verkfæri Guðs til þess að þjóna öðrum.

 

Við trúum því að allir menn þurfi á Guði að halda. Við trúum því að Jesús Kristur sé eina leiðin til Guðs og menn þiggi frelsi og líf frá honum án verðskuldunar, algjörlega af náð. Við trúum því að það sé rangt að dæma fólk og við viljum taka vel á móti öllum, eins og Jesús gerir.

Takk fyrir að senda. Við höfum samband asap!