KOTMÓT

Kotmót er haldið um verslunarmannahelgina og er ekki bara unglingamót heldur er í boði dagskrá fyrir alla fjölskylduna, fyrir krakka, fullorðna, elliborgara og svo auðvitað unglinga! 

Við erum með algjöra útilegustemningu, allir gista í tjöldum, varðeldur, kassagítar... hvað getur klikkað?

Dæmi um dagskránna sem í boði er fyrir unglinga er:

Spil, kakó, chill, fótbolti, samkomur, sykurpúðar, keppnir að ógleymdu unglingatjaldsvæðinu.

Vertu með frá upphafi! Sjáumst hress á unglingatjaldstæðinu.

Að auki verður

Köldkakan?
Völdkvakan?
Kvöldvegan?
Nei nei, kvöldvakan

Þú heyrðir rétt, KVÖLDVAKAN (því svefn er ofmetinn hvort sem er).