Leiðtogar

Fíló unglingastarf er drifið áfram af góðum og ábyrgum leiðtogum, hógværu og kærleiksríku fólki sem bera umhyggju fyrir unglingum og gera sitt besta til að tala líf í hjörtu unglinga. Hér að neðan má sjá stjórn Fíló.

Unglingaleiðtogi

Berglind Magnúsdóttir

Ábyrgðarfull og ákveðin ung kona sem hrindir áætlunum sínum alltaf í verk. Hún er traust og hægt að ganga að því að hún hlusti þegar maður þarf á því að halda. Yup, Berglind er unglingaleiðtoginn! collection.

F13FD436-C805-4859-9FA6-8AC2933BDB10.jpg

Aðstoðar unglingaleiðtogi

Kristjana Guðbjartsdóttir

Vá, hún mun ná langt í lífinu! Þegar hún hefur skýra sýn er ekkert sem getur hugsanlega stoppað hana. Hún er traust og elskar unglinga frá hjartanu. Vá, það er næs að hafa hana í stjórninni!

Stjórnarmeðlimur

Bjarni "champ" Tryggvason

Hvar eigum við að byrja? Bjarni er hetja. Meistari. Nei sko, what a champ sem Bjarni er! Við vitum ekki hvar kirkjan væri án Bjarna. Betri vin er varla hægt að eignast. 

Ráðgjafi fyrir leiðtoga

Einar Aron Fjalarsson

Einar Einstaki er einstakur og hefur mikla reynslu á alskonar verkefnum og eitthvað annað skemmtilegur og fylgir honum mikil viska!

IMG_2474.JPG

Aðstoðar unglingaleiðtogi

Inga Maria Björgvinsdóttir

Fáránlega hæfileikarík svo hún gerir sitt allra besta til að deila þeim með öðrum svo aðrir vaxi. Hún er líka rauðhærð sem við teljum mikinn kost. 

4CCE9014-4A07-4365-BC6E-0A1260D552DC.jpg

Legend og tæknistjóri

​Úlfar "Úlli" Darri Lúthersson

Fáránlega hress og hvetjandi. Honum fylgir svo góð og hlýleg nærvera og gerir lífið dýrmætara. Úlfar er vinur okkar allra. Traustur vinur okkar allra. Ef bíllinn þinn verður straumlaus hringirðu í Úlla. Svona er Úlli. 

Samkoma Eyjó 2019-6.jpg

Hundur/Kjúlli

Hjálmar Karl Guðnason

Tónlistargúru, varla annað hægt að segja. Hann er reyndar svo nýkominn í stjórnina að við vitum ekkert mikið meira um hann en þetta. Hann er reyndar frá vestmannaeyjum, við vitum það líka. 

Samkoma Eyjó 2019-15.jpg

Tónlistarstjóri/DJ

Bína Hrönn Hjaltadóttir

Söngfuglinn okkar. Hún stýrir tónlistinni í Fíló og gengur stundum undir nafninu DJ Bína. Hún er skemmtileg, góð og einlæg. Alveg next level einlæg. Hún elskar Nocco en Jesús meira en Nocco samt, Jesús gefur nefnilega frið, Nocco bara hjartsláttartruflanir.

HAFÐU SAMBAND

UNGLINGASTARF FÍLADELFÍU

Hátúni 2

105 Reykjavík

filo@filadelfia.is

Samkomur

alla föstudaga kl. 20:00

logo-hvitt-v1.png